«Myrkrið bíður» by Angela Marsons
Íslenska | ISBN: 9789178597352 | MP3@64 kbps | 9h 18m | 255.6 MB
Íslenska | ISBN: 9789178597352 | MP3@64 kbps | 9h 18m | 255.6 MB
Hin framliðnu segja ekki frá leyndarmálum … nema þú leggir við hlustir.
Illa útleikið andlitið starði ósjáandi upp í bláan himininn, munnurinn var fullur af mold. Yfir blóðugu líkinu var flugnasveimur.
Starfsemi Westerley-rannsóknarstofnunarinnar er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Þar eru geymd lík á ýmsum stigum rotnunar til að skoða áhrif hennar og einkenni. Þegar Kim Stone rannsóknarlögreglufulltrúi uppgötvar þar nýlegt lík ungrar konu virðist sem morðingi hafi fundið hina fullkomnu leið til að breiða yfir glæpi sína.
Önnur stúlka verður fyrir árás og er skilin eftir í blóði sínu, líkaminn fullur af sljóvgandi lyfjum og munnurinn af mold. Stone virðist augljóst að raðmorðingi sé að verki – en hve mörg lík munu finnast? Og hver er næst?
Blaðamaðurinn Tracy Frost hverfur og allar viðvörunarbjöllur hringja. Lausn gátunnar virðist að finna í fortíðinni – en getur Kim leyst málið áður en enn ein stúlka verður fórnarlamb morðingjans?
Ávanabindandi og hörkuspennandi tryllir frá alþjóðlega metsöluhöfundinum Angelu Marsons.