Tags
Language
Tags
March 2024
Su Mo Tu We Th Fr Sa
25 26 27 28 29 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 1 2 3 4 5 6

«Hemmi Gunn, sonur þjóðar» by Orri Páll Ormarsson

Posted By: Gelsomino
«Hemmi Gunn, sonur þjóðar» by Orri Páll Ormarsson

«Hemmi Gunn, sonur þjóðar» by Orri Páll Ormarsson
Íslenska | ISBN: 9789935180643 | MP3@64 kbps | 12h 03m | 331.2 MB


Hann hló. Hærra og meira en við flest. Hafði einstakt lag á því að sjá það spaugilega í tilverunni. Samt var líf Hermanns Gunnarssonar enginn dans á rósum. Hann upplifði einelti, öfund og afbrýðisemi, missti ungur ástina í lífi sínu og Bakkus læsti snemma í hann klónum. Varð hans böðull. Öfugt við flesta drykkjumenn þurfti hann ekki aðeins að heyja þá baráttu fyrir framan fjölskyldu sína og vini heldur heila þjóð. Það er þungur kross að bera. Hæfileika hafði hann á ýmsum sviðum. Varð þjóðþekktur þegar á unglingsaldri sem afreksmaður í íþróttum og síðar sem skemmtikraftur og fjölmiðlamaður. Fáir menn hafa haft betra lag á því að safna þessari þjóð saman – fyrir framan skjáinn. Enginn mátti missa af því þegar hann sló á létta strengi, faldi myndavél eða töfraði fram lífsspekina hjá blessuðum börnunum. Sjónvarp í sinni tærustu mynd. Eiginleiki sem kom engum á óvart nema hans eigin börnum. En þannig var hann, maður mótsagna. Óskasonurinn sem öllum Íslendingum fannst þeir þekkja en þekktu ef til vill ekki neitt.